fbpx

Góð ráð til garðeigenda

Góð ráð til garðeigenda

·        Búðu til þinn eigin safnhaug og notaðu moltuna sem áburð fyrir heilbrigðar plöntur og aukinn vöxt.

·        Jarðgerð gengur út á að endurnýta lífrænan úrgang. Sniðugt er að safna til dæmis í ílát í heimilisgróðurhúsum, þá hækkar co2 í umhverfinu sem nýtist ræktunarplöntum.

·        Veldu tré í garðinn sem verða langlíf – þau binda mest kolefni.

·        Notaðu viðarkurl eða möl til göngustígagerðar. Fyrir bílastæði er umhverfisvænn möguleiki að nota götóttar plastmottur sem endurunnar eru úr plastpokum, sá í þær grasi sem vex upp úr mottunum og hleypa regnvatni niður í jörðina.

·        Ræktaðu garð fjölbreytileikans! Blandaðu saman plöntum sem blómstra á ólíkum tímum og trjám sem eru hægvaxta og lifa lengi.

·        Leyfðu jarðveginum að vera í friði, þegar maður rótar mikið í honum sleppir maður út kolefni sem er bundið í jarðveginum.

·        Hafðu smá rót í garðinum, leyfið visnum blöðum að liggja og ræktaðu þolinmæði gegn illgresi í grasinu.

·        Búðu til skordýrahótel! Býflugurnar og skordýr fræva plönturnar, búðu til skordýrahótel í litlum kassa sem fylltur er með holóttum stönglum plantna úr garðinum þar sem skordýrin geta átt sinn vetrarstað.

·        Plantið laukum og snemmblómstrandi víðitegundum sem blómstra snemma vors og gefa býflugunum næringu þegar ekki mikið annað er að finna.