fbpx

Gróðursetning

Gróðursetning

Það er margt sem þarf að hafa í huga við gróðursetningu. Fyrst og fremst að velja plöntunni framtíðarstað. Hafa þá í huga að hún kemur til með að stækka ótrúlega fljótt og taka margfalt það pláss sem hún tekur nú. Eins þarf að vanda valið og kaupa ekki nema heilbrigðar og beinvaxnar plöntur með þétt rótarkerfi.  Því það skiptir öllu máli hvernig gróðrinum gengur að koma sér fyrir á nýjum stað.

Nauðsynlegt er að gróðursetja plöntur sem fyrst eftir að þær hafa verið keyptar til þess að koma í veg fyrir að þær þorni. Ef bið verður á gróðursetningu er nauðsynlegt að vökva plönturnar vel þangað til þær komast í mold.

Berróta plöntur er best að gróðursetja snemma sumars eða eftir lauffall og passa vel upp á vökvun. Pottaplöntur og plöntur með hnaus er hægt að gróðursetja frá því snemma vors og fram á haust. Ekki ætti að gróðursetja í þurru veðri og miklu sólskini. Varast þarf að sól skíni á rætur þegar unnið er að gróðursetningu.

Jarðvegurinn þarf að vera vel undirbúinn fyrir gróðursetningu. Moldin er stungin upp og blandað í hana lífrænum áburði, t.d búfjáráburði eða moltu. Áburður má ekki komast í snertingu við rætur þannig að hann ætti að vera neðarlega í jarðvinnslunni eða honum blandað vel saman við jarðveginn. Fræmræsla þarf að vera nægileg því ekki er gott að gróðursetja plöntur í jarðveg sem er mjög blautur.

Stærð holunnar er misjöfn eftir tegundum og hvort um er að ræða berróta plöntu, tré í hnaus eða pottaplöntu. Þegar um berróta plöntu er að ræða þá þarf holan að vera nægilega stór til þess að ræturnar komist vel fyrir í holunni og gott er að greiða vel úr þeim. Hola fyrir plöntur í potti þarf að vera nokkuð s
tærri en potturinn og aðeins dýpri. Pottaplöntur þarf að vökva vel, jafnvel láta pottinn standa í vatni þangað til hann er gegnblautur og svo er mikilvægt að greiða varlega úr ysta hluta rótanna. Hnausplöntur eru yfirleitt stærri tré og ætti holan að vera um tvisvar sinnum stærri en hnausinn sjálfur.

Moldin er svo sett ofan í holuna í nokkrum áföngum og vökvað vel á milli. Mikilvægt er að þjappa moldina ekki of fast en þó nóg til að plantan standi. Þannig er tryggt að vatn komist að rótunum og jarðvegurinn verði ekki loftlaus.

Samhliða gróðursetningu verður að huga að uppbindingu á stærri trjám. Gott er að setja staura við stærgrodursetningri tré um leið og þau eru gróðursett og passa að þeir þrengji ekki að rótum.

Ágætt er að miða við að plantan sé ekki gróðursett mikið neðar en hnausinn eða eins og hún stóð í pottinum. Rótarkerfið ætti að vera sem næst yfirborði jarðvegs.

Þegar moldin er komin í holuna þá er gott að setja 3-5 cm þekjulag í kringum plöntuna, t.d. sand eða trjákurl. Þetta kemur í veg fyrir frostlyftingu, heldur meiri raka og hindrar illgresisvöxt. Berróta plöntur og litlar pottaplöntur eru í mestri hættu hvað varðar frostlyftingu þannig að þekjulag er sérstaklega mikilvægt þar.

Eftir gróðursetningu er mikilvægt að tryggja að plöntuna skorti ekki vatn og vökva vel fyrstu árin. Þá ætti hún að launa gott atlæti og verða til prýði í garðinum.