Plöntuleit Félags garðplöntuframleiðenda er einföld í notkun og um að gera að prófa sig áfram. Til að hún nýtist sem best má hafa eftirfarandi í huga.
.
Plöntuleitarglugginn skiptist í þrjá hluta.
- Lengst til vinstri eru leitarsviðin.
- Í miðjunni birtist plöntulisti í stafrófsröð samkvæmt leitarskilyrðum. Hægt er að velja hvort listinn birtir íslensk eða latnesk plöntuheiti.
- Lengst til hægri koma upplýsingar um plöntu sem valin er úr listanum. Með hverri plöntu geta verið fleiri en ein mynd, hægt er að sjá stærri útgáfu af myndum með því að smella á þær.
Allar myndir á plöntuleitarsíðunni og á þessum vef eru teknar af Hólmfríði A. Sigurðardóttur og Guðríði Helgadóttur.
Leitarsvið eru fellilistar eða textasvæði. Niðurstöður birtast strax þegar valið er úr fellilistum. Þegar innslætti í textasvæði er lokið þarf að slá á tab-takkann eða velja næsta svæði til að fá niðurstöður.
- Flokkar
- Gott er að byrja að velja flokk plantna sem leitað er að. Hver planta tilheyrir aðeins einum flokki. Til dæmis tilheyra flestar berja- og ávaxtaplöntur einnig lauffellandi runnum en eru settar í sérstakan undirflokk til hagræðingar. Yfirflokkur sýnir plöntur úr öllum undirflokkum.
- Heiti
- Hægt er að leita eftir íslensku eða latnesku heiti eða hluta úr þeim. Til dæmis ættkvíslarheitum (brúska/Hosta, reynir/Sorbus).
- Blómlitur
- Blómlitur er valinn úr fellilista. Niðurstöður sýna alla blómliti sem innihalda valið heiti. Til dæmis ef valinn er blár litur birtast allar plöntur með blá, fjólublá og ljósblá blóm.
- Þol, saltþol, vinþol, skuggþol
- Næstu fjórir fellilistar eru til að leita eftir þoli. Best er að nota þá hóflega því erfitt getur verið að flokka margar plöntur. Til dæmis er tæplega áhugavert að skrá saltþol sumarblóma og margar blómplöntur þola vel skugga þó þær blómstri þá ef til vill minna. Í texta með hverri plöntu má lesa nánar um þol hennar.
- Hæð
- Hér er hægt að leita eftir lágmarkshæð og hámarkshæð í sentímetrum. Ef leita á til dæmis eftir jarðlægum runnum er fyrst valin flokkur -lauffellandi eða -sígrænt og síðan slegið inn 30 í hæð til. Eða hávöxnum fjölæringum, þá má til dæmis slá inn 100 í hæð frá.
- Blómgun
- Árangursríkast er að velja þröngt blómgunartímabil því niðurstöður sýna allar plöntur sem eru í blóma einhvertíma á því tímabili sem valið er.
- Leitartexti
- Hér er hægt að leita í texta sem fylgir hverri plöntu, með því má þrengja leitina mikið. Ef texti sem birtist um leið og slegið er inn gæti átt við það sem leitað er að skal láta hann standa. Prófið til dæmis að slá inn “ilm” til að fá allar plöntur sem ilma eða “íslensk” til að fá lista yfir allar íslenskar plöntur. Dæmi um leitarorð geta verið: Blaðplanta, blómaengi, eitr (eitruð/eitrað), framræst (t.d. jarðvegur), haustliti, klifurplanta, limgerði, skjólbelti, steinhæð, súr (t.d. jarðvegur), þurr (þurrum þurran jarðveg) o.s.frv.
- Hreinsa
- Hreinsar öll leitarsviðin.
Byrja að leita að plöntum…